Fréttir


Orkunýtnishvatinn 2010

30.12.2009

Þýska orkustofnunin, í samvinnu við Deutsche Messe og DZ Bank, hefur síðan 2007 heiðrað fyrirtæki sem hafa sýnt framúrskarandi árangur á sviði orkunýtni.

Þýska orkustofnunin, í samvinnu við Deutsche Messe og DZ Bank, hefur síðan 2007 heiðrað fyrirtæki sem hafa sýnt framúrskarandi árangur á sviði orkunýtni. Tilgangur verðlaunanna er að hvetja önnur fyrirtæki til að stuðla að aukinni orkunýtni í rekstri sínum. Heildarverðmæti hvatningarverðlaunanna eru 30.000 evrur og umsóknarfrestur er til 7. febrúar.

Nánari upplýsingar um verðlaunin og umsóknarferli er að finna á heimasíðu DENA.