Orkustofnun veitir Suðurorku ehf. leyfi til rannsókna á vatnasviðum Skaftár og Tungufljóts.
Þann 8. júlí, 2010, veitti Orkustofnun leyfi til rannsókna á vatnasviðum Skaftár og Tungufljóts til handa Suðurorku ehf.
Leyfið tekur til rannsókna við að kanna hagkvæmni þess að reisa og reka vatnsfaflsvirkjun í Skaftá í Skaftártungu. Leyfið takmarkast við þær framvkæmdir sem kveðið er á um í rannsóknaráætlun og eru á sviði vatnafræði og jarðfræði auk rannsókna í tengslum við mat á umhverfisáhrifum.
Leiði framangreindar rannsóknir til þess að leyfishafi hafi hug á virkjun á rannsóknarsvæðinu er unnt að gefa út viðbótarleyfi varðandi rannsóknir er varða staðsetningu og fyrirkomulag mannvirkja og geta haft rask í för með sér.
Leyfir felur ekki í sér heimild til nýtingar á vatnasviði rannsóknarsvæðisins. Komi til nýtingar þarf leyfishafi að sækja um sérstakt virkjunarleyfi og ná samkomulagi við umráðahafa vatnsréttinda á svæðinu um endurgjald fyrir auðlindina eða afla sér eignarnámsheimildar.