Útgáfufrétt: Orkumál raforka komin út.
Ársritið Orkumál raforka kemur ekki út á prenti í ár og er því eingöngu sent út rafrænt á áskrifendur. Einnig er hægt að nálgast blaðið á vef Orkustofnunar.
Orkumál raforka (5. árg., 1. tbl.) er komin út. Að venju er til umfjöllunar það sem eftirtektarverðast þótti á árinu á sviði raforkumála, s.s. raforkuvinnsla og þróun hennar, nýjar virkjanir, uppsett afl í virkjunum, notkun raforku og skipting eftir fyrirtækjum, gæði raforku og afhendingaröryggi, og margt fleira.
Blaðið sem kemur út árlega, er eingöngu gefið út rafrænt að þessu sinni, og má nálgast eintak á vefsíðu Orkustofnunar.