Fréttir


Handbókin Litlar vatnsaflsvirkjanir hefur verið endurútgefin

18.5.2010

Orkustofnun hefur endurútgefið handbókina Litlar vatnsaflsvirkjanir sem var gefin út árið 2003 af þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.

Orkustofnun hefur endurútgefið handbókina Litlar vatnsaflsvirkjanir sem var gefin út árið 2003 af þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.

Helstu breytingar snúa að lagaumhverfinu, leyfisþáttum og samskiptum við stjórnvöld. Handbókina er hægt að nálgast á heimasíðu Orkustofnunar, undir eftirfarandi slóð : http://www.os.is/gogn/Skyrslur/OS-2010/Litlar-vatnsaflsvirkjanir-2-utgafa.pdf

Að auki, er ritið selt á prentformi fyrir 2.500 kr í afgreiðslu og bókasafni Orkustofnunar að Grensásvegi 9, og einnig hjá Akureyrarsetri Orkustofnunar að Borgum við Norðurslóð