Stjórnunarstörf hjá IRENA
Ísland er aðili að nýrri Alþjóðastofnun um endurnýjanlega orku, IRENA. Stofnun þessi er um þessar mundir að auglýsa eftir starfsmönnum í lykil og stjórnunarstöður. Stöðurnar eru í Abu Dhabi, þar sem höfuðstöðvar stofnunarinnar eru, en jafnframt er auglýst eftir yfirmönnum við starfsemi hennar í Bonn, Þýskalandi og í Vín, Austurríki. Hjálagt eru nánari upplýsingar um stöðurnar, sem eru alls fimm. Hafa ber í huga að umsóknarfrestur rennur út 20. maí nk.
Nánari upplýsingar má einnig finna á http://appointments.egonzehnder.com