Fyrirlestur í Orkugarði. Örvun jarðhitaholna með hægfara stýrðri sprengingu
Á vegum HS Orku hf kemur hingað til lands maður að nafni Dale Seekford frá fyrirtækinu Long Bow Hunter. Fyrirtækið sérhæfir sig m.a. í því að örva jarðhitaholur með hægfara og stýrðri sprengju (Deflagration) sem komið er fyrir vel neðan vökvaborðs á móts við vænlega lekastaði. Dale hefur örvað holur í Soda Lake í Kaliforníu með góðum árangri.
Dale verður með almenna kynningu í Orkugarði 12. maí n.k. kl. 13:00 og svarar fyrirspurnum þátttakenda að máli sínu loknu.
Vonumst til að sjá sem flesta!