Fréttir


Önnur útgáfa Geothermal Development and Research in Iceland er komin út

17.3.2010

Önnur útgáfa jarðhitabæklingsins Geothermal Development and Research in Iceland er komin út.

Önnur útgáfa jarðhitabæklingsins Geothermal Development and Research in Iceland er komin út.

Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið stóðu að fyrstu útgáfu ritsins í maí 2006. Vegna gífurlegra vinsælda og fjölda áskoranna var ákveðið að ráðast í endurútgáfu bæklingsins og hefur hún nú loks litið dagsins ljós.

Í ritinu er fjallað um rannsóknir og nýtingu jarðhitans frá ýmsum sjónarhornum, en þó er aðallega fjallað um þá þróun sem orðið hefur í notkun jarðhita á Íslandi síðustu ár og áratugi. Er ritið kærkomið þeim sem um jarðhitamál fjalla á erlendum vettvangi.

Sveinbjörn Björnsson og Jónas Ketilsson ritstýrðu verkinu, en myndir sem prýða bæklinginn koma flestar frá starfsmönnum Orkustofnunar og Íslenskra orkurannsókna.

Ritið má nálgast á bókasafni Orkustofnunar, en einnig á pdf formi á vef Orkustofnunar.