Fréttir


Málþing um forðafræði jarðhitakerfa

16.3.2010

Jarðhitaklasinn GEORG (Geothermal Research Group) stóð að málþingi um forðafræði jarðhitakerfa 4. mars 2010 í Orkugarði.

Jarðhitaklasinn GEORG (Geothermal Research Group) stóð að málþingi um forðafræði jarðhitakerfa 4. mars 2010 í Orkugarði.

Málþingið tókst afar vel með yfir 50 þátttakendum frá helstu háskólum og rannsóknarstofnunum landsins ásamt orkufyrirtækjum. Markmið málþingsins var að gefa vísindamönnum sem vinna að forða¬fræði¬¬rannsóknum í jarðhita tækifæri á að hittast og bera saman bækur sínar.

Áhersla var lögð á að greina tækifæri til aukins samstarfs milli mismundandi aðila, bæði hér innanlands en ekki síður á alþjóðavettvangi í gegnum t.d. IPGT (International Partnership for Geothermal Technology).

Ágrip, glærur og upptaka af fyrirlestrunum má nálgast á heimasíðu GEORG jarðhitaklasans hér.

Sem hluti af IPGT samstarfi Íslands við Bandaríkin og Ástralíu verður rafræn málstofa haldin í Bandaríkjunum 18. mars nk. Öllum áhugasömum er boðið að fylgjast með málstofunni í beinni í fundarsal Orkugarðs, Afhellir, kl 15:00-17:00.