Fréttir


Enskur vefur Orkustofnunar í breyttri mynd

16.3.2010

Nýr enskur vefur Orkustofnunar hefur nú litið dagsins ljós. Vefinn, sem inniheldur umfangsmiklar upplýsingar um orku- og auðlindamál á Íslandi, er að finna á slóðinni www.nea.is

Nýr enskur vefur Orkustofnunar hefur nú litið dagsins ljós. Vefinn, sem inniheldur umfangsmiklar upplýsingar um orku- og auðlindamál á Íslandi, er að finna á slóðinni www.nea.is

Reynsla Íslendinga af orku- og auðlindanýtingu, og sér í lagi nýting jarðhita, hefur vakið mikla athygli erlendra aðila síðasta áratuginn. Stöðugt flæði fyrirspurna varð til þess að Orkustofnun hóf vinnu við enskan vef sem gæfi skýra mynd af orku- og auðlindamálum Íslendinga. Með nýjum vef Orkustofnunar er áhugasömum aðilum, erlendum sem innlendum, gert kleift að leita sér upplýsinga um orku Íslands og jarðrænar auðlindir en jafnframt upplýsinga um hlutverk Orkustofnunar hvað varðar stjórnsýslu þessa málaflokks.

Sambærilegu íslenskur vefur er einnig í vinnslu.