2. útboð á Drekasvæðinu 2011.
Iðnaðarráðherra hefur ákveðið að 2. útboð sérleyfa til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu muni fara fram árið 2011 á tímabilinu 1. ágúst til 1. desember.
Síðustu mánuði hefur Orkustofnun verið í sambandi við olíufélög sem sýndu fyrsta útboði til olíuleitar á Drekasvæðinu áhuga en sóttu ekki um. Einnig hefur verið rætt við forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem sóttu um rannsóknar- og vinnsluleyfi en drógu umsóknir sínar til baka. Í samskiptum við þessi fyrirtæki hafa ýmsar ábendingar komið fram sem gagnlegar eru í undirbúningi fyrir framhald leyfisveitinga til olíuleitar á Íslandi.