Ný yfirlitsskýrsla um rannsóknir vegna olíuleitar á Gammsvæðinu
Orkustofnun fékk þá Bjarna Richter og Karl Gunnarsson sérfræðinga hjá ÍSOR til að taka saman yfirlit um olíu- og gasrannsóknir sem stundaðar hafa verið á Gammsvæðinu út af Norðurlandi undanfarinn áratug og gefa ráðleggingar um frekara framhald þeirra. Undanfarið hefur athyglin einkum beinst að Drekasvæðinu í þessu sambandi, og verður svo vafalaust enn um sinn, en það þýðir þó ekki að önnur svæði hafi gleymst. Þær rannsóknir sem fjallað er um í skýrslunni eru jarðeðlisfræðilegar mælingar af ýmsu tagi, kjarnataka og ljósmyndun á hafsbotni í Skjálfanda, kjarnaborun í Tjörnessetlögin, gassýnasöfnun og kortlagning gasuppstreymis úr söndum Öxarfjarðar ásamt greiningum á þyngri kolvetnissamböndum. Skýrslan er á ensku, þannig að hún nýtist betur en ella til kynningar gagnvart erlendum olíuleitarfyrirtækjum, en með ítarlegum íslenskum útdrætti.
Hlaða má skýrslunni niður hér.