Fréttir


Mistúlkun á skýrslu Orkustofnunar

18.2.2010

Að gefnu tilefni vill Orkustofnun leiðrétta misskilning sem hefur verið áberandi í umræðunni undanfarið hvað varðar skýrslu Orkustofnunar frá desember sl. um mat á vinnslugetu háhitasvæða.

Að gefnu tilefni viljum við leiðrétta misskilning sem hefur verið áberandi í umræðunni undanfarið hvað varðar skýrslu Orkustofnunar frá desember sl. um mat á vinnslugetu háhitasvæða.

Tilgangur skýrslu Orkustofnunar var að leggja mat á þekkt en lítt könnuð jarðhitasvæði sem takmörkuð reynsla er komin af. Það var gert með því að leggja mat á flatarvinnslugetu fjögurra háhitasvæða sem þekking liggur fyrir á og hún síðan yfirfærð á öll svæðin. Þannig er til dæmis hægt að leggja mat á vinnslugetu svæða inni á hálendinu sem lítið er vitað um. Öll svæðin hafa verið metin til að sýna hvaða tölur komi út á svæðum sem nú eru nýtt. Þannig má lesa út hugsanlegt vanmat á vinnslugetu einstakra svæða með þessari einföldu aðferð og finna má dæmi um ofmat annars staðar, en hafa ber í huga að til eru mun betri reiknilíkön sem leggja nákvæmara mat á vinnslugetuna þegar viðeigandi gögn eru fyrir hendi og eru áreiðanlegri en þessi aðferðarfræði. Samanlögð vinnslugeta allra svæðanna sé hins vegar talin nærri lagi, þar sem vanmat á einum stað jafnast út á móti ofmati annars staðar. Í skýrslunni er ekki tekið tilliti til endurnýjunar né afturkræfni.

Orkustofnun er með umsókn HS Orku hf. um stækkun Reykjanesvirkjunar til umfjöllunar og þar sem umsókn fyrirtækisins er til meðferðar hjá Orkustofnun mun stofnunin þ.a.l. ekki tjá sig frekar um einstaka þætti þess máls að svo stöddu.