Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu Þjóðanna auglýsir eftir jarðhitafræðingi.
Orkustofnun óskar eftir að ráða jarðhitafræðing við Jarðhitaskóla Háksóla Sameinuðu þjóðanna.
Orkustofnu óskar eftir að ráða jarðhitafræðing við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Starfið er fjölbreytt og felst í kennslu og leiðbeiningu nemenda, vali nemenda í þróunarlöndunum, undirbúningi námskeiða á Íslandi og í þróunarlöndunum, og undirbúningi og útgáfu kennslugagna. Starfinu fylgja töluverð ferðalög til þróunarlandanna. Nánari upplýsingar veitir Ingvar Birgir Friðleifsson, forstöðumaður Jarðhitaskólans (ibf (hjá) os.is, eða í síma 569 6000).