Fréttir


Smávirkjanir - stöðuskýrsla fyrir árið 2017

18.1.2018

Í desember 2016 kynnti Orkustofnun fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hugmynd að smávirkjanaverkefni sem hefði það að markmiði að stuðla að aukinni raforkuframleiðslu á landsbyggðinni. Hugmynd að verkefninu er til komin vegna alvarlegrar stöðu í raforkuöryggismálum landsins. 

Fáir álitlegir virkjunarkostir eru í nýtingarflokki í þeirri tillögu að þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar sem lögð hefur verið fram á Alþingi, auk þess sem erfiðlega gengur að gera endurbætur á flutningskerfi raforku. Kerfið eins og það er í dag getur ekki staðið undir frekari uppbyggingu á atvinnustarfsemi út um land.  Skýrslan lýsir því þeim hugmyndum um smávirkjanir sem bárust stofnuninni árið 2017.  

Sjá skýrsluna í heild hér:    OS-2018-01  Smávirkjanir : stöðuskýrsla fyrir árið 2017