Fréttir


Orkumálastjóri undirritar samning við deilibílaþjónustu

21.12.2017

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri og Árni Sigurjónsson verkefnastjóri Zipcar á Íslandi undirrituðu samning um aðgang að deilibílum.

Snemma á nýju ári verður rafbíl á vegum Zipcar komið fyrir við Orkustofnun í sérmerktu stæði ásamt hleðslustöð sem búin er hugbúnaði sem tryggir að Zipcar greiði fyrir hleðslu bílsins. Zipcar er fyrsta deilibílaþjónusta á Íslandi en um er að ræða alþjóðlega keðju deilibíla. Rafbíllinn verður í deilinotkun og starfsfólk Orkustofnunar ásamt öðrum meðlimum að Zipcar geta bókað bílinn til að sækja fundi eða sinna hinum ýmsu erindum. Einnig hafa starfsmenn Orkustofnunar aðgang að bílum Zipcar utan vinnutíma en þá greiða þeir notkunina sjálfir.

Samningur Orkustofnunar við Zipcar er í samræmi við það sem fram kom í jólaerindi orkumálastjóra og nýju samgöngustefnu Orkustofnunar.

Nánari upplýsingar um deilibílaþjónustuna er að finna á heimasíðu Zipcar.