Fréttir


Landsnet gerir breytingar á kerfisáætlun 2016-2025

30.6.2017

Orkustofnun vinnur nú að því að fara yfir kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2016-2025 en stofnunin fékk áætlunina til meðferðar í lok mars 2017.

Samkvæmt raforkulögum hefur Orkustofnun það hlutverk að fara yfir og samþykkja kerfisáætlun Landsnets með hliðsjón af markmiðum um öryggi, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, hagkvæmni, gæði raforku og stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Við stjórnsýslulega meðferð kerfisáætlunar skal Orkustofnun hafa samráð við viðskiptavini Landsnets.

Þann 8. maí sl. gerði Orkustofnun athugasemdir við framlagða kerfisáætlun Landsnets og krafðist þess að fyrirtækið gerði breytingar á áætluninni.

Orkustofnun hafa nú borist svör frá Landsneti vegna athugasemdanna auk þess sem Landsnet hefur gert breytingar á kerfisáætluninni. Þá hefur Landsnet brugðist við þeim athugasemdum sem borist hafa við kerfisáætluninni frá viðskiptavinum fyrirtækisins.

Orkustofnun mun nú meta hvort þær breytingar sem Landsnet hefur gert á áætluninni fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt raforkulögum til kerfisáætlunar og í framhaldinu taka afstöðu til þess hvort samþykkja beri kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2016-2025.

Hér að neðan má finna svör Landsnets við erindi Orkustofnunar og athugasemdum viðskiptavina fyrirtækisins. Þá er einnig að finna uppfærða kerfisáætlun og umhverfisskýrslu. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á kerfisáætlun og umhverfisskýrslu eru merktar með gulum lit.

Bréf Landsnets til Orkustofnar
Greinargerð Landsnets til Orkustofnunar
Kerfisáætlun 2016-2025 með breytingum
Kerfisáætlun 2016-2025 umhverfisskýrsla með breytingum
Kerfisáætlun 2016-2025 viðaukar með umhverfisskýrslu