Fréttir


FRÉTTATILKYNNING

11.5.2017

Úttektir á eignastofni á vegum Orkustofnunar árið 2016

Orkustofnun fól Deloitte ehf. að gera ákveðnar úttektir á eignastofni tveggja dreifiveitna og flutningsfyrirtækinu á árinu 2016. Miðað var við eignfærslur á árinu 2015. Úttektir af þessu tagi eru hluti af eftirlitshlutverki Orkustofnunar.

Niðurstaða þessara úttekta var að Orkustofnun gerir ekki athugasemdir við eignfærslur viðkomandi fyrirtækja sem voru gerðar á árinu 2015. Úttektir Orkustofnunar geta, þrátt fyrir að ekki séu gerðar athugasemdir, leitt til breytinga á leiðbeiningum og verklagi Orkustofnunar vegna setningar og uppgjörs tekjumarka.

Skýrslurnar eru aðgengilega á heimasíðu Orkustofnunar.   

 Úttekt á eignastofni HS Veitna hf.

 Úttekt á eignastofni Landsnets hf.

 Úttekt á eignastofni Orkubús Vestfjarða