Er jarðhitanýting á hafsbotni möguleg til raforkuframleiðslu?
Orkustofnun hefur þann 19. apríl sl. veitt North Tech Energy ehf., leyfi til leitar og rannsókna á jarðhita tveimur rannsóknarsvæðum á hafsbotni annars vegar við Reykjaneshrygg og hins vegar fyrir Norðurlandi.
Tilgangur rannsóknanna er að afla upplýsinga til að meta ætluð háhitasvæði til orkuframleiðslu. „Offshore Geothermal Energy development.“
Á fyrri hluta rannsóknartímabilsins er gert ráð fyrir leit að fýsilegum svæðum sem rannsökuð verði nánar til raforkuframleiðslu, á seinni huta rannsóknartímabilsins, finnist slík svæði. Rannsóknarleyfið veitir North Tech Energy ehf., forgang að nýtingarleyfi til raforkuframleiðslu í tvö ár eftir að gildistíma leyfis til leitar er lokið.Rannsóknarleyfi fyrir North Tech Energy ehf. vegna leitar og rannsókna á jarðhita tveimur rannsóknarsvæðum utan netlaga við Reykjaneshrygg og fyrir Norðurlandi, útgefið 19. apríl 2017.
Nánari upplýsingar veitir Skúli Thoroddsen.