Fréttir


Ný kortasjá Orkustofnunar

1.12.2016

Orkustofnun hefur opnað nýja kortasjá á Netinu og mun hún á næstu misserum taka yfir hlutverk Orkuvefsjár. 

Orkustofnun hefur opnað nýja kortasjá sem ætlað er að birta upplýsingar um þau gögn stofnunarinnar sem nú eru sýnd í Orkuvefsjá. Kortasjáin byggir á hugbúnaði frá Loftmyndum ehf, en í fyrstu útgáfunni eru birtar almennar upplýsingar úr Borholuskrá OS. Mikilvægur þáttur í vinnslu nýju kortasjárinnar er að þróa leiðir til að auðvelda samskipti með upplýsingar í tengslum við gögn stofnunarinnar og hefur í því skyni verið sett fram innskráningarvalmynd í kortasjánni þar sem hægt er að koma með viðbótarupplýsingar um borholur, ábendingar um tilfærslu hnitpunkta eða tilkynna staðsetningarhnit fyrir nýjar borholur.  Orkuvefsjá verður keyrð áfram þar til efni hennar hefur að fullu verið fært á það form sem þarf til birtingar í nýju kortasjánni. Fyrst um sinn verða upplýsingarnar eingöngu á íslensku, en þeim sem þurfa að fá upplýsingar á ensku er vísað áfram á Orkuvefsjá.


   Ný kortasjá Orkustofnunar            

   Leitarvalmynd Borholuskrár            

   Orkuvefsjá