Fréttir


Ástæður þess að Norðmenn hverfa frá rammaáætlun

24.11.2016

Þann 11. október síðast liðinn birtist frétt á vef Norges vassdrags- og energidirektorat (NVE) þess efnis að Norska Stórþingið hafi ákveðið að hverfa frá rammaáætlun fyrir virkjanir í Noregi. Þar eru raktar helstu ástæður þessarar ákvörðunar.

Í fyrsta kafla þessa yfirgripsmikla skjals sem ber yfirskriftina Endurnýjanlegir orkugjafar sem undirstaða fyrir loftslagsvæna velferð og verðmætasköpun gefur góða innsýn í helstu ástæður fyrir þessari ákvörðun Norðmanna. Þar kemur meðal annars fram að Norðmenn telja að auka þurfi afhendingaröryggi raforku og byggja upp arðbæra raforkuframleiðslu á grundvelli endurnýjanlegrar orku - sjá nánari skýringar hér.