Norðmenn hverfa frá rammaáætlun um virkjanir
Samkvæmt tilkynningu á vef Norges vassdrags- og energidirektorat (NVE) hefur norska Stórþingið ákveðið að hverfa frá (avvikle) rammaáætlun um virkjanir.
Norska rammaáætlunin hefur verið fyrirmynd fyrir rammaáætlun un virkjanir og framkvæmd hennar á Íslandi. Fróðlegt er að skoða hverjar séu helstu ástæður þessara breytinga og hvernig breyttar vinnuaðferðir, mat og framkvæmd verði á þessu sviði í framtíðinni í Noregi.