Möguleikar og valkostir á sviði jarðhitanýtingar i Úkraínu
Skýrsla Orkustofnunar til utanríkisráðuneytisins var kynnt í Kænugarði í Úkraínu 11. nóvember
Til stendur að hefja undirbúning að nýtingu jarðhita á lykilsvæðum í vesturhluta Úkraínu á grundvelli tillagna og niðurstöðu í úttekt Orkustofnunar sem kynnt var á fundi með yfirvöldum og fulltrúum alþjóðlegra fjármálastofnana í Kænugarði í dag. Ferlið framundan er í höndum State Agency on Energy Efficiency and Energy Savings í Úkraínu, og er ætlunin að efna til samstarfs á milli aðili í Úkraínu og á Íslandi með aðkomu alþjóðlegra fjármálastofnana.