Fréttir


Þremur kærum vísað frá

26.7.2016

Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur vísar þremur kærum vegna málsmeðferðar Orkustofnunar frá nefndinni.

Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur vísað frá þremur kærum vegna málsmeðferðar Orkustofnunar. Um er að ræða úrskurð dags. 14. júlí sl. vegna stjórnsýslukæru LEX lögmannstofu, f.h. Orkubús Vestfjarða um veitingu rannsóknarleyfis til handa Vestur Verki ehf., vegna áætlana um Hvanneyrardalsvirkjun við Ísafjarðardjúp í Súðvíkurhreppi í málinu nr. 39/2016 og úrskurð dags. 14. júlí sl. vegna stjórnsýslukæru LEX lögmannstofu f.h. Orkubús Vestfjarða um veitingu rannsóknarleyfis til handa Vestur.Verki ehf., vegna áætlana um virkjun á vatnasviði Hundsár í Skötufirði og Hestsár í Hestfirði við Ísafjarðardjúp í Súðvíkurhreppi í málinu nr. 44/2016.

Þá var kæru Harðar Davíðssonar, um að umbeðnar vatnaveitingar um, Stórabrest, Litla Brest Skálarstapa og  Skálarál þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum að mati Orkustofnunar í máli 57/2016 vísað frá úrskurðarnefndinni.

Úrskurðina má finna á vef ÚUA www.uua.is