Viðhorf til orkutækni á Norðurlöndunum 2016
Norrænir vísindamenn og Alþjóða orkumálastofnunin (IEA), kynna skýrslu um viðhorf til orkutækni og þróun orkumarkaðarins á Norðurlöndunum til ársins 2050.
Fundurinn verður í Orkustofnun Grensásvegi 9, 13. júní, n.k. kl 13:00 – 16:00.
Skýrslan, Viðhorf til orkutækni á Norðurlöndunum 2016 (Nordic Energy Technology Perspectives 2016) er norræn útgáfa af sambærilegri alþjóðlegri skýrslu. Í skýrslunni kemur fram að í gegnum svæðisbundið samstarf geta Norðurlönd náð nánast kolefnishlutlausu orkukerfi árið 2050 og dregið úr kolefnisútblæstri í Evrópu með útflutningi á hreinni raforku. Hins vegar mun þurfa mikla endurskipulagningu í samgöngum og öflugri nýsköpun til að draga úr kolefnislosun í iðnaði. Einnig þarf meiri sveigjanleika í orkukerfinu til að það ráði við hátt hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa.
Skýrslan verður birt í öllum norrænu höfuðborgunum í maí og júní 2016.
Sjá dagskrá fundarins hér. Skráning á fundinn er hér.
Nánari upplýsingar veita:
Erla Björk Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri - Skipulag raforkuvinnslu, Orkustofnun, sími. 569-6000 Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor, Háskóla Íslands, 845-5234 Markus Wråke, verkefnisstjóri, markus.wrake@ivl.se, +46 73 078 97 42 Benjamin Donald Smith, verkefnisstjóri, benjamin.smith@nordicenergy.org, +47 90 40 62 03
Skýrsluna má sjá hér: http://www.nordicenergy.org/project/nordic-energy-technology-perspectives/
Frétt : Viðhorf til orkutækni og þróun orkumarkaðarins á Norðurlöndum til 2050