Hver eru mest áríðandi alþjóðlegu atriðin á sviði orkumála 2016?
Hverjar eru áskoranir Íslands í þessu samhengi? - Kynningarfundur 10. júní n.k.
Orkustofnun og Samorka standa fyrir kynningarfundi um skýrslu Alþjóða orkumálaráðsins, föstudaginn 10. júní n.k., kl. 13:00 - 15:30 í Borgartúni 35. Einari Kisel framkvæmdastjóri World Energy Council Europe fer yfir efni skýrslunnar og síðan verða umræður um hana.