Fréttir


Hver eru mest áríðandi alþjóðlegu atriðin á sviði orkumála 2016?  

31.5.2016

Hverjar eru áskoranir Íslands í þessu samhengi? - Kynningarfundur 10. júní n.k.

Skýrsla Alþjóða orkumálaráðsins WEC 2016 World Energy Issue Monitor kom út í mars. Hún skilgreinir helstu breytingar, áskoranir og óvissu sem hafa munu áhrif, eftir svæðum og greinum þar sem aðgerða er þörf, til að hafa nægt framboð vistvænnar orku og mæta aukinni eftirspurn með sjálfbærum hætti.

Orkustofnun og Samorka standa fyrir kynningarfundi um skýrslu Alþjóða orkumálaráðsins, föstudaginn 10. júní n.k., kl. 13:00 - 15:30 í Borgartúni 35.  Einari Kisel  framkvæmdastjóri World Energy Council Europe fer yfir efni skýrslunnar og síðan verða umræður um hana.

Smelltu á myndina til að skrá þig á kynningarfundinn.


WEC 2016