Orkustofnun gefur út rannsóknarleyfi vegna virkjunakosts við Hágöngur og vegna áætlana um Dimmugljúfursvirkjun
17.3.2016
Orkustofnun hefur lokið málsmeðferð sinni um rannsóknarleyfi til handa Landsvirkjun, á jarðhita, grunnvatni og efnisnámum við Hágöngur á Holtamannaafrétti og veitt Arctic Hydro ehf. rannsóknarleyfi vegna áætlana um Dimmugljúfursvirkjun á vatnasviði Hafralónsár í Svalbarðshreppi og Langanesbyggð.
Í samræmi við 4. gr. laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998, hefur Orkustofnun veitt Arctic Hydro ehf. rannsóknarleyfi vegna áætlana um Dimmugljúfursvirkjun á vatnasviði Hafralónsár í Svalbarðshreppi og Langanesbyggð. Virkjunarkosturinn er ekki flokkaður í rammaáætlun.
Sjá
leyfi.
Orkustofnun hefur einnig lokið málsmeðferð sinni um rannsóknarleyfi til handa Landsvirkjun, á jarðhita, grunnvatni og efnisnámum við Hágöngur í Holtamannaafrétti. Sá virkjunarkostur er í biðflokki rammaáætlunar. Rannsóknarleyfið felur í sér framhald á fyrri rannsóknum, samkvæmt leyfum ráðherra árin 2004 og 2011.
Þar sem hluti rannsóknarsvæðisins Landsvirkjunar er innan Vatnajökulsþjóðagarðs er það m.a. skilyrði leyfisins að framkvæmdir innan þjóðgarðsins séu eru óheimilar án samráðs og samþykkis stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Rannsóknarleyfið er einnig háð því skilyrði að farið verði að lögum um mat á umhverfisáhrifum, áður en fyrirhugaðar framkvæmdir á rannsóknarsvæðinu hefjast, kunni þær, eftir atvikum, að vera háðar umhverfismati.