Fréttir


Orkumálastjóri sparar í mengun sem svarar gróðursetningu 800 trjáa 

26.2.2016

Guðni A. Jóhannesson hefur lagt sitt af mörkum við að draga úr gróðurhúsalofttegundum og  í baráttunni við hækkandi hitastig jarðar, þegar heimilisbíllinn var endurnýjaður.  

Hann festi kaup á tengiltvinn fólksbíl sem gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni. Það helsta sem sparast með tengiltvinn bíl er að hann er ódýrari í rekstri, auk þess sem bíllinn er umhverfisvænn og losar mun minna af gróðurhúsalofttegundum en bíll sem gengur alfarið fyrir bensíni eða dísil. 

Ef litið er á samanburð á tengiltvinn bíl og venjulegum bensínbíl (skv. upplýsingum viðkomandi umboðs miðað við kjöraðstæður) þá kemur í ljós að tengiltvinn bíll losar um (42 gr CO2 per km) eða um 0,6 tonn af CO2 á ári miðað við 15.000 km akstur. Til að vinna á móti slíkri mengum þyrfti að gróðursetja 315 tré  eða 0,2 hektara af skógi.

Sambærilegur bensínbíll af sömu tegund og miðað við sömu forsendur, losar um (149 gr. CO2 per km) 2,2 tonn af CO2 á ári. Til að vinna á móti slíkri mengum  þarf hinsvegar að gróðursetja 1.100 tré sem er 0,5 hektarar af skógi.

Sparnaðurinn í þessu tilviki á ári er því 1,6 tonn af CO2, sem jafngildir 800 trjám og 0,4 hekturum af skógi, miðað við reiknivél Orkuseturs, sjá nánar upplýsingar um ýmsar sparnaðarleiðir sem tengjast orku, http://orkusetur.is/

Fjölgun rafbíla mun hinsvegar auka álag á raforkukerfið en um það er t.d. fjallað í nýrri Raforkuspá 2015-2050.

Raforkuspáin verður m.a. rædd á ársfundi Orkustofnunar 1. apríl n.k., en hægt er að skrá sig á ársfundinn hér.