Félagið "Konur í orkumálum" heldur sinn fyrsta fund
Fundurinn verður haldinn næstkomandi föstudag, þann 15. janúar, klukkan 16.30 í Norðurljósasal Hörpunnar
Í fundarboði segir: "Á fundinum ætlum við að kynna stuttlega af hverju við höfum ákveðið að standa að stofnun þessa þarfa félagsskapar. Þá munum við heyra tvö mjög áhugaverð erindi um orkumál, annars vegar Sólrúnar Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra OR og hins vegar Margrétar Arnardóttur, verkefnisstjóra vindmylla hjá Landsvirkjun. Einna helst er þó markmið fundarins að hittast allar, kynnast örlítið betur og styrkja þannig tengsl okkar kvenna sem störfum í orkuiðnaðinum í dag."