Ert þú með rannsóknarhugmynd sem tengist olíu eða gasi?
Kolvetnisrannsóknasjóður auglýsir eftir styrkumsóknum með umsóknarfresti til 6. apríl 2016
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að því að efla rannsóknir og vísindalega þekkingu á kolvetnisauðlindum á landgrunni Íslands og á skilyrðum til myndunar þeirra, ásamt rannsóknum á tækni sem beita má við þær aðstæður er þar ríkja. Þetta skal gert meðal annars með því:
1. að veita styrki til rannsóknarverkefna og sérhæfðra námsáfanga með aðild og/eða atbeina íslenskra mennta- og rannsóknastofnana,
2. að veita einstaklingum styrki til náms í greinum sem tengjast rannsóknum og vinnslu kolvetnis,
3. að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði kolvetnis, þ.m.t. til fræðslu og upplýsingastarfsemi,
4. að veita styrki til rannsókna á sýnum og mæligögnum sem safnað er í tengslum við kolvetnisleit, og
5. að veita styrki til að efla alþjóðasamvinnu um verkefni á landgrunni Íslands.
Sjá nánar í reglugerð um sjóðinn og verklagsreglum hans.
Umsókn skal senda rafrænt í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar eigi síðar en 6. apríl nk.
Upplýsingar um kolvetnisrannsóknasjóð.
Tengiliður vegna umsókna: Þórarinn Sv. Arnarson, netfang thsa (hjá) os.is