Fréttir


Samráð vegna kerfisáætlunar

5.1.2016

Orkustofnun vinnur nú að því að fara yfir kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2015-2024 en stofnunin fékk áætlunina til meðferðar í nóvember 2015. 

Samkvæmt raforkulögum hefur Orkustofnun það hlutverk að fara yfir og samþykkja kerfisáætlun Landsnets með hliðsjón af markmiðum um öryggi, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, hagkvæmni, gæði raforku og stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Við stjórnsýslulega meðferð kerfisáætlunar skal Orkustofnun hafa samráð við viðskiptavini Landsnets.

Orkustofnun bauð viðskiptavinum Landsnets að koma á framfæri skriflegum athugasemdum vegna kerfisáætlunar og var frestur til þess veittur til 4. janúar sl. Þá hélt Orkustofnun einnig samráðsfund um kerfisáætlun með viðskiptavinum Landsnets í desember síðastliðnum.

Hér að neðan má finna þær umsagnir sem Orkustofnun hafa borist frá viðskiptavinum Landsnets vegna kerfisáætlunar: