Ert þú með rannsóknarhugmynd sem tengist olíu eða gasi?
Kolvetnisrannsóknasjóður auglýsir eftir styrkumsóknum með umsóknarfresti til 6. apríl 2016
Kolvetnisrannsóknasjóður er mennta- og rannsóknasjóður í tengslum við kolvetnisstarfsemi á Íslandi. Yfirumsjón með sjóðnum er í höndum iðnaðar - og viðskiptaráðherra, en Orkustofnun annast daglega umsýslu hans.
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að því að efla rannsóknir og vísindalega þekkingu á kolvetnisauðlindum á landgrunni Íslands og á skilyrðum til myndunar þeirra, ásamt rannsóknum á tækni sem beita má við þær aðstæður er þar ríkja. Þetta skal gert meðal annars með því:
1. að veita styrki til rannsóknarverkefna og sérhæfðra námsáfanga með aðild og/eða atbeina íslenskra mennta- og rannsóknastofnana,
2. að veita einstaklingum styrki til náms í greinum sem tengjast rannsóknum og vinnslu kolvetnis,
3. að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði kolvetnis, þ.m.t. til fræðslu og upplýsingastarfsemi,
4. að veita styrki til rannsókna á sýnum og mæligögnum sem safnað er í tengslum við kolvetnisleit, og
5. að veita styrki til að efla alþjóðasamvinnu um verkefni á landgrunni Íslands.
Sjá nánar í reglugerð um sjóðinn og verklagsreglum hans.
Umsókn skal senda rafrænt í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar eigi síðar en 6. apríl nk.
Upplýsingar um kolvetnisrannsóknasjóð.
Tengiliður vegna umsókna: Þórarinn Sv. Arnarson, netfang thsa (hjá) os.is