Fréttir


Kerfisáætlun Landsnets 2015-2024 

24.11.2015

Samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003 hefur Orkustofnun það hlutverk að fara yfir og samþykkja kerfisáætlun flutningsfyrirtækisins með hliðsjón af markmiðum um öryggi, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, hagkvæmni, gæði raforku og stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. 

Orkustofnun hefur nú fengið kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2015-2024 til stjórnsýslulegrar meðferðar. Í samræmi við ákvæði raforkulaga nr. 65/2003 hefur Orkustofnun hafið samráðsferli við viðskiptavini Landsnets sem eru dreifiveitur, stórnotendur, virkjanir og aðilar sem leyfi hafa til að stunda viðskipti með raforku. Hefur þessum aðilum verið boðið að koma á framfæri umsögnum til Orkustofnunar vegna kerfisáætlunar Landsnets auk þess sem stofnunin hefur boðið viðskiptavinum Landsnets til samráðsfundar þann 14. desember nk. Orkustofnun mun birta þær umsagnir sem berast frá viðskiptavinum Landsnets á heimasíðu stofnunarinnar.