Orkustofnun veitir Orku náttúrunnar nýtingarleyfi vegna jarðhita á Hellisheiði
Í gildi er virkjanaleyfi fyrir allt að 303 MWe orkuveri á Hellisheiði. Fram kemur í fylgibréfi Orkustofnunar með leyfinu, að ON hyggst ekki auka framleiðslu virkjunar, heldur er markmiðið að afla uppbótargufu og jarðhitavatns í Hverahlíð fyrir Hellisheiðarvirkjun. Með leyfinu er einnig afmarkað nýtingarsvæði fyrir virkjun jarðhita á Hellisheiði í samræmi við gildandi rammaáætlun. Leyfið er veitt í samræmi við 6. gr. laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998.
Leyfið ásamt fylgibréfi má sjá hér.