Fréttir


Orkustofnun leiðréttir fréttir um útgáfu leyfis til gullleitar í Vopnafirði

21.10.2015

Orkustofnun hefur ekki gefið út leyfi til leitar að gulli og kopar í Vopnafirði, en er með umsókn til málsmeðferðar.
Í frétt um Jákvæðni í garð gullleitar í Vopnafirði sem birtist á fréttavefnum Austurfrétt þann 15. október 2015, og í frétt um Fyrirtæki feðga fær heimild Orkustofnunar til gullleitar í Vopnafirði sem birtist í Fréttablaðinu þann 19. október 2015, kemur fram að fyrirtækið Iceland Resources hafi fengið leyfi Orkustofnunar til að leita að gulli og kopar í Vopnafirði.
Orkustofnun hefur ekki gefið út neitt leyfi til leitar að gulli og kopar í Vopnafirði, en hjá stofnuninni er til málsmeðferðar umsókn um leyfi til leitar og rannsókna á málmum í Vopnafirði og að Héraðsflóa að norðvestanverðu.