Fréttir


Fyrsta styrkveiting Kolvetnisrannsóknasjóðs

13.10.2015

Orkustofnun hefur gengið frá fyrstu styrkveitingu úr Kolvetnisrannsóknasjóði sem er mennta- og rannsóknasjóður á sviði kolvetnisstarfsemi á Íslandi.

Auglýst var eftir umsóknum um styrki í febrúar með umsóknarfresti til 30. apríl sl. Þrjár umsóknir bárust á umsóknartímabilinu, og var tekin ákvörðun um veitingu styrkja til tveggja verkefna á stjórnarfundi 11. júní sl. Styrkhafar eru Íslenskar orkurannsóknir og Elís Svavarsson til verkefnanna “Seismic Investigation of the Central East Greenland Margin, structural tie and sediment fairway analysis to the western margin of the Jan Mayen Micro-continent” annars vegar og “Afstaða almennings til olíuvinnslu á Drekasvæðinu” hins vegar.

Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna á vef OS sem og nánari upplýsingar um veitta styrki