Orkusjóður veitir styrki til 11 verkefna
Í ár bárust Orkusjóði 34 umsóknir um samtals að upphæð 92,9 mkr. og voru í þeim hópi mörg áhugaverð verkefni en umsóknarfrestur rann út þann 6. mars síðastliðinn.
Við úthlutun styrkja árið 2015 var sérstök áhersla lögð á hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað, innlenda orkugjafa, vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis, öflun þekkingar á þessum sviðum og miðlun hennar. Þá var áhersla lögð á rannsóknir, þróun og samstarf sem að þessu miðar auk atvinnusköpunar.
Eftirfarandi umsóknir fengu styrk að þessu sinni:
Íslensk Nýorka | Drægnireiknir fyrir rafbíla |
1.400.000 |
ElCorrect ehf. |
Greining á örorkunýtingu til uppfærslu á rafsíu | 2.300.000 |
Ivar G. Ingvarsson |
Íslensku jarðvegur – órannsökuð orkuauðlind | 1.700.000 |
Orkey ehf. |
Vinnsla á fitu- og úrgangi til lífdísilsframleiðslu | 1.000.000 |
Sigurður Brynjólsson |
Brennisteinsvetni frá jarðvarmavirkjunum nýtt til framleiðslu á lífefnum | 750.000 |
ReSource International ehf. |
Production of biofuel from fish-oil by-products | 1.500.000 |
Nýsköpunarmiðstöð Íslands |
Ljósveiðar - orkusparnaður í togveiðum | 3.600.000 |
Sigfús Björnsson, próf. |
Þróun og smíði lífofns til ræktunar tvíhama örþörunga | 1.500.000 |
Sigurður Karl Jónsson |
Færanleg tvenndarvél | 2.100.000 |
Unnsteinn Hermannsson |
Endurnýjanleg orka í landbúnaði | 2.400.000 |
Nýsköpunarmiðstöð Íslands | Vistvænt eldsneyti úr afgasi jarðhitavirkjana |
1.000.000 |
Samtals kr. |
19.250.000 |
Sjá frekari upplýsingar um Orkusjóð