Fréttir


Virkjunarleyfi vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar

10.9.2015

Orkustofnun hefur í dag, þann 10. september, veitt Landsvirkjun virkjunarleyfi til stækkunar Búrfellsvirkjunar um 100 MW en uppsett afl í virkjuninni er 270 MW.

Leyfið tekur til nýtingar á vatnasviði Þjórsár til raforkuframleiðslu. Þá er leyfið háð því skilyrði að tengisamningur við flutningskerfi Landsnets verði staðfestur af Orkustofnun. Áður en framkvæmdir hefjast skulu önnur leyfi sem lög kveða á um liggja fyrir svo sem framkvæmdaleyfi og byggingarleyfi viðkomandi sveitastjórnar.

Umsóknin var kynnt með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu þann 7. ágúst síðastliðinn en engar athugasemdir bárust Orkustofnun.

Frekari upplýsingar eru í leyfinu.