Fréttir


Orkustofnun veitir nýtingarleyfi á grunnvatni í Vatnsendakrikum í Heiðmörk

17.8.2015

Orkustofnun veitir Orkuveitu Reykjavíkur Vatns- og fráveitu sf. og Kópavogsbæ nýtingarleyfi á grunnvatni í Vatnsendakrikum í Heiðmörk í þágu vatnsveitna sem reknar eru á höfuðborgarsvæðinu.


Í samræmi við lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu hefur Orkustofnun þann 12. ágúst sl. veitt annars vegar Orkuveitu Reykjavíkur Vatns- og fráveitu sf., nýtingarleyfi á grunnvatni sem nemi 300 l/s og hins vegar Kópavogsbæ nýtingarleyfi sem nemi 350 l/s, báðum aðilum að jafnaði í heild vegna aukinnar vatnsvinnslu á köldu vatni í Vatnsendakrikum í Heiðmörk í þágu vatnsveitna sem reknar eru á höfuðborgarsvæðinu.

Við undirbúning að útgáfu leyfanna var leitað umsagnar Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands og Hafnarfjarðarbæjar, sem aðila máls og viðkomandi landeigenda.

Með ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 10. desember 2014, liggur fyrir að umrædd framkvæmd, Orkuveitu Reykjavíkur Vatns- og fráveitu sf. og Kópavogsbæjar á aukinni vatnsvinnslu í Vatnsendakrikum skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Leyfin, ásamt fylgibréfum með leyfunum sem fjalla m.a. um málsmeðferð Orkustofnunar má sjá hér :

Fylgibréf með nýtingarleyfum  Orkuveitu Reykjavíkur Vatns- og fráveitu sf. og Kópavogsbæjar fyrir kalt grunnvatn í Vatnsendakrikum í Heiðmörk

Nýtingarleyfi á grunnvatni í Vatnsendakrikum í Heiðmörk - Orkuveita Reykjavíkur

Nýtingarleyfi á grunnvatni í Vatnsendakrikum í Heiðmörk - Kópavogsbær