Fréttir


Orkustofnun veitir leyfi til byggingar nýs raforkuflutningsvirkis í Vestmannaeyjum

11.8.2015

Orkustofnun hefur veitt Landsneti leyfi til að reisa nýtt 66 kV raforkuflutningsvirki í Vestmannaeyjum auk leyfis til breytinga í tengivirki Landsnets í Rimakoti og styrkingar á hluta Rimakotslínu 1 til að auka flutningsgetu hennar.

Megintilgangur framkvæmdarinnar er að auka afhendingargetu og afhendingaröryggi raforku í Vestmannaeyjum til framtíðar eins og fram kemur í leyfinu. Þar segir jafnframt að umhverfisáhrif framkvæmdarinnar séu jákvæð þar sem áætlunin geri ráð fyrir að fiskvinnslufyrirtæki, sem nú brenna olíu, munu í kjölfarið tengjast raforkukerfinu.

Fyrirhugaðar framkvæmdir eru á landi Vestmannaeyjabæjar sem mun þurfa að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli staðfests skipulags og álits skipulagsstofnunar.

Frekari upplýsingar eru í leyfinu.