Orkustofnun veitir leyfi til rannsókna á hafsbotni vegna sæstrengs
Orkustofnun hefur veitt fyrirtækinu Atlantic Superconnection Corporation leyfi til rannsókna á hafsbotninum suðaustur af landinu vegna mögulegrar lagningar sæstrengs milli Íslands og Bretlands.
Áætlað er að rannsóknirnar fari fram á tímabilinu 1. júní til 1. september 2015 af skipinu Stril Explorer sem er skráð á eynni Mön og rekið af sænska fyrirtækinu MMT Group.
Um er að ræða jarðeðlisfræðilegar mælingar á hafsbotninum í þeim tilgangi að finna vænlega leið fyrir sæstreng. Fyrirtækinu ber að skila niðurstöðum umræddra rannsókna til Orkustofnunar sem verða varðveittar sem trúnaðarmál.
Orkustofnun leitaði umsagnar Hafrannsóknastofnunar við úrvinnslu umsóknarinnar.
Leyfið má finna hér