Samfélag í þróun
Hvað stendur Þjónustumiðstöð Norðurslóða fyrir? Hvað geta grannþjóðir okkar í Noregi og Kanada kennt okkur og hvaða áhrif hefur sókn á norðurslóðum á vistkerfi lífríkisins? Hvað er í húfi í efnhagslegu og samfélagslegu tilliti á Austurlandi?
Á málþinginu verður fjallað um þessi og önnur áleitin málefni sem tengjast Þjónustumiðstöð Norðurslóða - The Arctic Service Hub.
Auk þess sem samfélagslegar og efnahagslegar hliðar þjónustumiðstöðvarinnar verða rýndar, verður fjallað um stöðu olíuleitar á Drekasvæðinu og stefnumótun í tengslum við málefni norðurslóða.
Boðið verður í kynnisferðir um Egilsstaðarflugvöll og Fjarðabyggðarhafnir í tengslum við málþingið. Skráningin er ásamt rútu- og kynninsferðum, þátttakendum að kostnaðarlausu.
Sjá nánar á vef Fjarðarbyggðar