Fréttir


Fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans

20.5.2015

Nemendur jarðhitaskólans halda fyrirlestra um stöðu jarðhitamála í þeirra heimalöndum föstudaginn 22. maí klukkan 9:00 í fyrirlestrarsal Orkugarðs. Nemendur jarðhitaskólans koma frá ýmsum heimshornum og starfa flestir hjá orkufyrirtækjum í heimalöndunum.

Í ár eru nemendur um 30 talsins og koma frá 15 mismunandi löndum. Nemendurnir eru frá Portúgal, Íran, Filippseyjum, Kína, Srí lanka, Papúa Nýju Geníu, Ekvador, Eþíópíu, Kenía, Kongó, Komoros, Malawí, Djibútí og Tansaníu.  þeir munu fara yfir stöðu jarðhita í þeirra heimalöndum.

Sjá nánar í meðfylgjandi dagskrá.

Allir eru velkomnir.