Fréttir


Sérfræðingur í verkfræði raforkumála

27.4.2015

Orkustofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings við eftirlit með framkvæmd raforkulaga

Helstu verkefni:

 • Eftirlit með því að fyrirtæki sem starfa samkvæmt raforkulögum fullnægi þeim skilyrðum sem um starfsemi þeirra gilda, reglugerðum og öðrum heimildum.
 • Eftirlit með gæðum raforku og afhendingaröryggi.
 • Þátttaka í starfi raforkuhóps orkuspárnefndar.
 • Fagleg aðstoð við stjórnvöld vegna umsagna, eftirfylgni og þróunar lagaumhverfis.
 • Samskipti við erlendar eftirlitsstofnanir og samtök á sviði raforkueftirlits.
 • Þjónusta og upplýsingagjöf á sviði raforkueftirlits.
 • Umsjón með öflun og miðlun gagna á sviði raforkumála.

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, helst á sviði rafmagnsverkfræði.
 • Þekking á orkumálum, sérstaklega á sviði raforku.
 • Reynsla af samskiptum opinberrar stjórnsýslu og orkuiðnaðarins.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði og þekking á einu norðurlandamáli æskileg.
 • Hæfileiki til að koma frá sér efni í töluðu og rituðu máli.
 • Þekking á rekstrarumhverfi orkuiðnaðarins æskileg.
 • Raforkueftirlitið er samstarfsverkefni teymis starfsmanna við Orkustofnun og gerir kröfu um hæfni til ríkra samskipta og sveigjanleika í starfi.

Laun greiðast samkvæmt samningum fjármálaráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar veitir Guðni A Jóhannesson orkumálastjóri, sími 5696000, netfang gudni.a.johannesson@os.is.

Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist til Guðnýjar Þórsdóttur starfsmannastjóra Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík eða á netfang gd@os.is eigi síðar en 11. maí 2015.

Öllum umsóknum verður svarað.

Orkumálastjóri