Fréttir


Auðlindir og nýting þeirra

20.4.2015

Guðbrandsstofnun í samstarfi við Ferðamálastofu, Landvernd og Orkustofnun stóð fyrir vel heppnaðri ráðstefnu á Hólum í Hjaltadal 16.-17. apríl sl. um efnið "Hvernig metum við hið ómetanlega? Auðlindir og nýting þeirra".

Þar voru siðfræðilegar hliðar auðlindanýtingar ræddar af fulltrúum nokkurra háskóla og opinberra stofnana frá ýmsum sjónarhornum. Erindi Kristins Einarssonar, ráðgjafa á Orkustofnun, sést hér.

Aðrir sem fluttu erindi voru Anna Dóra Sæþórsdóttir Háskóla Íslands, Arnheiður Eyþórsdóttir Háskólanum á Akureyri, Ágúst Valfells Háskólanum í Reykjavík, Árni Einarsson Rannsóknastöðinni við Mývatn, Daði Már Kristófersson Háskóla Íslands, Georgette Leah Burns Háskólanum á Hólum, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir Háskóla Íslands, Hilmar Malmquist Náttúruminjasafni Íslands, Hjalti Hugason Háskóla Íslands, Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri og Sólveig Anna Bóasdóttir Háskóla Íslands.

Orkustofnun þakkar gott samstarf við undirbúning ráðstefnunnar.