Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar
Í samræmi við lög um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar og fjárlög fyrir 2015 hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra ákveðið fjárhæð niðurgreiðslna.
a) Niðurgreiðsla á raforku til húshitunar verður sem hér segir:
á veitusvæði HS Veitna 3,94 kr./kWst
á veitusvæði Orkubús Vestfjarða í dreifbýli 5,40 kr./kWst.,
á veitusvæði Orkubús Vestfjarða í þéttbýli 4,02 kr./kWst.,
á veitusvæði Rafveitu Reyðarfjarðar 3,62 kr./kWst.,
á veitusvæði RARIK í dreifbýli 5,31 kr./kWst.,
á veitusvæði RARIK í þéttbýli 3,93 kr./kWst.,
á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur 4,53 kr./kWst.,
á veitusvæði Norðurorku 3,65 kr./kWst.
b) Niðurgreiðsla á vatni frá kyntum hitaveitum.
RARIK ..................................................................................2,95 kr./kWst,
Orkubú Vestfjarða .................................................................2,79 kr./kWst.
HS Veitur ...............................................................................101,79 kr./m3.
c) Niðurgreiðsla á olíu til húshitunar.
Niðurgreiðsla á olíu til húshitunar tekur mið af meðal niðurgreiddu raforkuverði til húshitunar í dreifbýli, nýtni olíuhitunarkerfis og olíuverðs á hverjum ársfjórðungi samkvæmt útreikningum Orkustofnunar.
d) Niðurgreiðsla á framleiðslu raforku til húshitunar utan almenns dreifikerfis.
Niðurgreiðsla á framleiðslu raforku til húshitunar utan almenns dreifikerfis skal vera 2,0 kr./kWst.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 78/2002 um niðurgreiðslur húshitunar og fjárlög fyrir árið 2015 hefur iðnaðarráðherra ákveðið að hámarksfjölda niðurgreiddra kWst/ári til hitun verði 40.000 kWst sem svarar til 888 m3/ári hjá kyntum hitaveitum og 4.480 lítrar af olíu á ári hjá þeim sem hita með olíu.
Fjárhæðir niðurgreiðslna til húshitunar samkvæmt auglýsingu þessari taka gildi frá og með 1. apríl 2015.
Þá tekur nýtt dreifbýlisframlag til jöfnunar á orkuverði í dreifbýli og dýrasta þéttbýli gildi 1. apríl 2015.
Á dreifiveitusvæði RARIK verður það 2,14 kr/kWst og á dreifiveitusvæði Orkubúss Vestfjarðar 2,17 kr/kWst. Lækkar því gjaldskrá dreifiveitnanna sem þessu nemur í dreifbýli.
Niðurgreiðlsur húshitunarkostnaðar
Niðurgreiðslur á húshitun fara til fjögurra mismunandi notenda.
- Notenda með beina rafhitun frá dreifiveitum
- Notendur með fjarvarmaveitu, sem er kynt hitaveita með ótryggu rafmagni, olíu og afgangsorku.
- Notenda með eigin raforkuframleiðslu (heimarafstöðvar)
- Notendur utan samveitna sem hita með olíu.