Leiðrétting á fjölda virkjunarkosta og vindorkukostir frá Landsvirkjun
Upplýsingar um þessa 81 virkjunarkosti og lista yfir þá er að finna hér
Í erindi sem sent var verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar þann 20. janúar 2015 var gerð grein fyrir túlkun Orkustofnunar á lögum nr. 48 frá 2011:
„Rétt er að taka fram að Orkustofnun telur við nánari athugun að lög nr. 48/2011 nái ekki með ótvíræðum hætti til vindorku almennt eða sjávarfallaorku utan netlaga sbr. minnisblað sem sent var til umhverfis- og auðlindaráðuneytis þann 29. október sl. (tilvísun 2014010025). Því verða vindorkukostir, sem Orkustofnun hafði sjálf byrjað undirbúning á, ekki sendir verkefnisstjórn til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar. Þó ber að geta þess að vegna réttaróvissu um skoðun Orkustofnunar, m.a. vegna túlkunar umhverfis- og auðlindaráðuneytis, munu virkjunarkostir í vindorku við Blöndulón og við Búrfell verða sendir verkefnastjórninni, óski Landsvirkjun þess til að tryggja réttaröryggi sitt varðandi þá virkjunarkosti.“
Orkustofnun hefur nú borist skilgreining á tveimur vindlundum frá Landsvirkjun og hafa þær verið sendar til verkefnisstjórnar. Um er að ræða Búrfellslund og Blöndulund, nánari upplýsingar um þá er að finna hér