Önnur áfangaskil Orkustofnunar til verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar
Í þessum áfanga eru lagðir fram 16 virkjunarkostir í vatnsafli og 17 virkjunarkostir í jarðvarma, eða samtals 33 nýir virkjunarkostir, auk tveggja kosta sem lagðir voru fram 20. janúar sl. sem hafa verið lagfærðir. Einn virkjunarkostur í jarðvarma er enn í vinnslu. Auk þess hefur Landsvirkjun verið gefinn kostur á því að leggja fram tvo virkjunarkosti í vindi, án athugasemda Orkustofnunar.
Gögnin sem send voru verkefnisstjórn er að finna hér
Gögnin eru enn í formi skýrsludraga, þar sem endanlegt snið á skýrslunni, skýrslunúmer og númer á köflum liggja ekki fyrir. Einnig hefur Orkustofnun ekki lokið kostnaðarflokkagreiningu fyrir þá virkjanakosti sem stofnunin leggur fram né hefur gefist tími til að rýna kostnaðarflokkagreiningu frá orkufyrirtækjunum. Öll aðalatriði varðandi tilhögun virkjunarkostanna liggja fyrir.