Orkustofnun dregur til baka þrjá virkjunarkosti
Virkjunarkostirnir sem dregnir hafa verið til baka eru Arnardalsvirkjun, Helmingsvirkjun og Vetrarveita í Hálslóni.
Ástæður þessa eru að við nánari athugun í kjölfar athugasemda Hjörleifs kom í ljós að kortagrunnurinn sem Orkustofnun byggði á frá Umhverfisstofnun innihélt ekki nýjustu upplýsingar um breytingar á mörkum Vatnajökulsþjóðgarðs. Nýr og uppfærður grunnur er væntanlegur á næstunni.