Fréttir


Orkustofnun dregur til baka þrjá virkjunarkosti

29.1.2015

Í kjölfar ábendingar frá Hjörleifi Finnssyni þjóðgarðsverði Vatnajökulsþjóðgarðs í hádegisfréttum á samtengdum rásum ríkisútvarpsins þann 22. janúar síðast liðinn, hefur Orkustofnun ákveðið að draga til baka þrjá virkjunarkosti sem lagðir hafa verið fyrir verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar. Ábending Hjörleifs varðaði aðrennslisskurð Arnardalsvirkjunar sem fer inn fyrir mörk þjóðgarðsins.

Virkjunarkostirnir sem dregnir hafa verið til baka eru Arnardalsvirkjun, Helmingsvirkjun og Vetrarveita í Hálslóni.

Ástæður þessa eru að við nánari athugun í kjölfar athugasemda Hjörleifs kom í ljós að kortagrunnurinn sem Orkustofnun byggði á frá Umhverfisstofnun innihélt ekki nýjustu upplýsingar um breytingar á mörkum Vatnajökulsþjóðgarðs. Nýr og uppfærður grunnur er væntanlegur á næstunni.