Fréttir


Fréttatilkynning vegna áfangaskila Orkustofnunar til verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar

20.1.2015

Orkustofnun hefur sent til verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar drög að skilgreiningu á 50 virkjunarkostum af þeim 88 sem væntanlega verða lagðir fyrir verkefnisstjórn.

Gögnin sem send voru verkefnisstjórn er að finna á vefsvæðinu.

http://www.os.is/raforka/rammaaaetlun/erindi-til-verkefnisstjornar-rammaaaetlunar-3/

Gögnin eru enn í formi skýrsludraga, þar sem endanlegt snið á skýrslunni, skýrslunúmer og númer á köflum liggja ekki fyrir. Einnig hefur Orkustofnun ekki lokið kostnaðarflokkagreiningu fyrir þá virkjanakosti sem stofnunin leggur fram né hefur gefist tími til að rýna kostnaðarflokkagreiningu frá orkufyrirtækjunum. Öll aðalatriði varðandi tilhögun virkjunarkostanna liggja þó fyrir og ættu tilgreindar forsendur þess að um drög er að ræða ekki að hamla vinnu verkefnisstjórnar við þá kosti sem hér eru lagðir fram.