Fréttir


Sjálfsbjörg fær viðurkenningu frá Orkusetri

9.12.2014

Orkusetur hefur veitt Sjálfsbjörgu viðurkenningu fyrir umhverfislega ábyrgð í vali á vinningum í jólahappdrætti sínu. 

Með því að hafa rafbíl í fyrsta vinning er Sjálfsbjörg að stíga mörg jákvæð skref.  Með slíkri ákvörðun er verið að stuðla að nauðsynlegum framtíðarorkuskiptum í íslenska bílaflotanum.  

Einnig fá rafbílar góða kynningu sem raunhæfur kostur í íslenskum samgöngum og mögulega vinnur einhver einstaklingur rafbílinn sem ekki hafði slík kaup á stefnuskrá sinni.  Vonandi verður þetta val Sjálfsbjargar öðrum happadrættisútgáfum til fyrirmyndar.